Kjarnafæðimótið hefst á föstudaginn.

Á morgun föstudaginn 9.desember hefst Kjarnafæðimótið. Mótið hefur verið haldið árlega á norðurlandi síðan árið 2004 þó undir mismunandi nöfnum.

Í ár eru 13 karla lið skráð til leiks og 5 kvennalið og má búast við harðri keppni.

Fyrsti leikur mótsins er á milli KA og Þór 2 og hefst leikurinn kl 19.00 í Boganum 9.desember.

KDN sér um utanumhald á mótinu og er Kjarnafæði Norðlenska hf. áfram styrktaraðili mótsins og hefur verið það undanfarin ár.

Mótið er gríðarlega stór þáttur í undirbúningi fyrir knattspyrnulið á norður- og austurlandi og ekki síður fyrir dómara sem eru að hefja undirbúning fyrir mikinn fjölda leikja á komandi sumri.

Við munum reyna að setja upplýsingar og umfjallanir um mótið en hvetjum áhugasama að kíkja á völlinn og fylgjast með þessu frábæra móti.

Stjórn KDN vill koma á framfæri þökkum til Kjarnafæði Norðlenska hf. fyrir veittan stuðning.

Hlökkum til að sjá sem flesta.