Dómaranámskeið 11. maí

KDN og KSÍ munu standa fyrir knattspyrnudómaranámskeiði mánudagskvöldið 11. maí klukkan 19:30 í sal Einingar-Iðju við Skipagötu 14. Í lok námskeiðsins taka þátttakendur próf sem veitir unglingadómararéttindi. Kennari námskeiðsins er formaður dómaranefndar KSÍ og fyrrverandi FIFA dómarinn Þóroddur Hjaltalín jr. Skráning á námskeiðið og allar nánari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband í netfangið kdn@simnet.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *