Þór sigrar opnunarleik Kjarnafæðimótsins

Kjarnafæðimótið fór af stað á sunnudaginn þegar Þór og KA2 áttust við í Boganum. Vel var mætt á pallana og sáu áhorfendur skemmtilegan leik.

Í upphafi leiks voru það Þórsarar sem stýrðu leiknum að mestu leyti og sóttu meira og stýrðu leiknum. KA menn vörðust hins vegar vel og beittu skyndisóknum. Eftir um tuttugu mínútna leik misstu heimamenn tökin og leikurinn jafnaðist nokkuð. KA menn náðu hins vegar ekki gera sér mat úr vænlegum stöðum í fyrri hálfleik og áttu Þórsarar hættulegri færi í hálfleiknum. Gengu lið til búningsherbergja án þess að skora.

Ekki var langt liðið af seinni hálfleiknum þegar KA menn fengu aukaspyrnu rétt inni á vallarhelmingi Þórsara. Boltanum var lyft inn í teiginn og eftir skallaeinvígið datt hann fyrir KA manni á vítapunktinum sem var aleinn og átti ekki í erfiðleikum með að setja knöttinn í netið. Má segja að þessi staða hafi verið nokkuð gegn gangi leiksins.

Við markið tóku hins vegar Þórsarar öll völd á vellinum og á næstu 15 mínútunum skoruðu þeir þrjú mörk í beit og gerðu nánast út um leikinn. KA menn fengu þrjár ákjósanlegar stöður til að komast inn í leikinn en voru dæmdir rangstæðir sýknt og heilagt og áttu í erfiðleikum með að stilla sig af.

Þórsrar kláruðu síðan leikinn með marki á 90. mínútu og þar við sat og úrslitin 4-1, Þór í vil.

Þrátt fyrir að desember sé aðeins ný hafinn gefur þessi leikur ágætis fyrirheit um skemmtilegt Kjarnafæðimót. Besti leikmaður vallarins var að margra mati Sveinn Margeir Hauksson, miðjumaður KA. Hann lék með Dalvík/Reyni síðasta sumar við góðan orðstír, er fæddur 2001 og er því gjaldgengur í 2. flokki félagsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *