KF lagði Þór 2 í æsispennandi leik

Leikur Þór 2 og KF í riðli 2 í Kjarnafæðimótinu fór mjög rólega af stað. Á 12. mínútu fengu bæði lið sín fyrstu færi en inn vildi boltinn ekki. Þremur mínútum síðar brutu leikmenn KF ísinn, en þá kom Marinó Snær Birgisson sér í góða stöðu og vippaði yfir Hafþór Inga Halldórsson í marki Þórs 2. Á 28. mínútu eiga leikmenn Þór 2 góða sókn, boltinn berst til Sölva Sverrissonar eftir laglegt samspil og Sölvi leggur boltann í markið, 1-1. Fyrri hálfleikur var að öðru leyti fremur tíðindalítill og fá markverð tækifæri sem liðin sköpuðu sér eftir þetta. Staðan var því jöfn í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var öllu líflegri. Þórsarar fá víti snemma í hálfleiknum eftir klaufalegt brot KF inni í eigin vítateig. Guðna Sigþórssyni urðu ekki á nein mistök og kom hann Þór í 2-1. Eftir annað mark Þórs 2 voru Þórsarar meira með boltann, og það var því nokkuð óvænt sem Kristófer Andri Ólafsson skoraði gott jöfnunarmark á 64. mínútu og staðan orðin 2-2. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta. Það var svo á 83. mínútu sem Marinó Snær Birgisson skoraði sitt annað mark í leiknum með fallegum skalla og tryggði KF sigur. 3-2 fyrir KF í æsispennandi leik.

Maður leiksins: Marinó Snær Birgisson (KF)

Þór 2 2 – 3 KF

0-1 15’ Marinó Snær Birgisson
1-1 28’ Sölvi Sverrisson
2-1 53’ Guðni Sigþórsson (víti)
2-2 64’ Kristófer Andri Ólafsson
2-3 83’ Marinó Snær Birgisson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *