Reglur

Leikreglur í Utandeildarkeppni KDN 2019

1. Utandeild KDN er knattspyrnumót sem fer fram á Akureyri yfir sumartímann.

2. Leikmaður sem hefur spilað í deild í knattspyrnu sem svarar til næst neðstu deildar eða ofar á leiktímabilinu, er ekki gjaldgengur í utandeild KDN. Skiptir þá engu um hvaða land ræðir. Ekki er æskilegt að lið í deildarkeppni hjá KSÍ sé einnig að taka þátt í utandeild KDN. Leggja þarf fram sérstaka beiðni um slíkt og stjórn KDN þarf að samþykkja sérstaklega þátttöku slíkra liða. Leikmannalista fyrir sumarið skal skila á þar til gerðu eyðublaði til mótsstjórnar síðasta dag fyrir fyrsta leik hjá viðkomandi liði.

3. Fjöldi leikmanna í hverju liði eru 7 menn, en heimilt er að skipta mönnum inn á og út af að vild.

4. Leiktími er 2×25 mínútur. Einn dómari sér um dómgæslu í hverjum leik og hann er ábyrgur fyrir keppnisboltum og vestum á leikstað.

5. Almennar reglur KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða gilda nema annað sé tekið fram.

6. Leikir fara fram í knattspyrnuhúsinu Boganum. Ef lið kýs að leika annars staðar er það háð leyfi andstæðingsins í hverjum leik og einnig leyfi mótsstjórnar. Það lið sem færir leik þarf að tilkynna það til mótsstjóra með a.m.k. viku fyrirvara með tölvupósti. Liðið er þá ábyrgt fyrir kostnaði vegna leigu á velli og kostnaði við dómara.

7. Keppnin er riðlakeppni. Þrjú stig eru fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap. Það er hlutverk mótsstjórnar að setja fyrirkomulag mótsins upp með hliðsjón af fjölda liða sem þátt taka. Ef tvö lið verða jöfn gilda almennar reglur KSÍ um knattspyrnumót.

8. Verði jafntefli eftir venjulegan leiktíma í úrslitum, verður leikurinn framlengdur um 2×5 mínútur. Fáist ekki úrslit eftir það verður vítaspyrnukeppni, en þá fær hvort lið 5 spyrnur. Ef enn er jafnt tekur hvort lið eina vítaspyrnu þar til úrslit fást.

9. Mótsstjórn stendur fyrir bikarkeppni Kjarnafæðisdeildarinnar sem öll er spiluð sama kvöldið. Spilað er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og skal mótsstjórn draga í viðureignir. Hver leikur er 1×25 mínútur. Endi leikur með jafntefli skal farið bein í vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið um sig tekur þrjár vítaspyrnur. Náist ekki fram úrslit skal hvort lið um sig taka eina vítaspyrnu þar til að skera úr um sigurvegara.

10. Leikmenn sem hafa fengið rautt spjald fara sjálfkrafa í bann í næsta leik. Mótsstjórn KDN er heimilt að taka einstök spjöld og atvik fyrir og dæma leikmenn í lengra leikbann eftir því sem við á.

11. Liðin skulu spila í treyjum með númeri og skal fylla út leikskýrslu 15 mínútum fyrir leik og skila til dómara. Þetta er gert til að fylgjast með markaskorun og leikbönnum.

12. Heimilt er að einstaklingur skipti einu sinni um lið á keppnistímabilinu og skal það gert skriflega til mótsstjóra fyrir miðnætti daginn fyrir leik. Til þess að leikmannaskipti gangi í gegn þarf bæði liðið sem leikmaður gengur og einnig liðið sem leikmaður gengur í að skila inn skriflegri tilkynningu þess efnis. Heimilt er að bæta nýjum leikmönnum við og skal það gert skriflega í síðasta lagi á miðnætti daginn fyrir leik. Leikmenn, sem verið hafa á leikskýrslu hjá liði í Kjarnafæðisdeildinni á tilteknu tímabili, er óheimilt að skipta yfir í annað lið eftir að 3. síðasta umferð riðlakeppninnar hefur verið leikin.

13. Ef upp koma kærumál skulu þau berast skriflega til mótsstjóra innan 3ja daga frá leikdegi.

14. Lið sem óska eftir þátttöku í keppninni verða að spila sína leiki á þeim tímum sem settir eru upp og engar frestanir eru heimilaðar. Lið sem ekki mætir í leiki tapar viðkomandi leik 3 – 0 og ef bæði lið forfallast er leikurinn dæmdur ógildur og hvorugt liðið fær stig. Ekki er hægt að fara fram á endurgreiðslu á hluta af þátttökugjaldi af þessum orsökum.

15. Mótsstjórn er skipuð af stjórn KDN sem er kosin á aðalfundi félagsins, ásamt skipuðum mótsstjóra og aðstoðarmótsstjóra. Mótsstjórn er jafnframt dómstóll ef upp koma kærumál.