Þór – Magni 2 – 1
1 – 0 12mín Ólafur Aron Pétursson
1 – 1 16mín Baldvin Ólafsson
2 – 1 31mín Jakob Snær Árnason
Leikur Þórs og Magna í Kjarnafæðimótinu fór fram í Boganum í kvöld. Leikurinn var jafnframt minningarleikur til heiðurs minningar Baldvins Rúnarssonar sem lést þann 31.maí síðastliðinn eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Fjölmenni var á leiknum sem fór fjörlega af stað en það voru Þórsarar sem byrjuðu af miklum krafti en Magnamenn lágu aftar á vellinum og beyttu skyndisóknum.
Fyrsta mark leiksins kom á 12 mín en Ólafur Aron tók þá aukaspyrnu ca. 7m utan við vítateig. Hann skaut á markið, á nærstöng og inn fór boltinn. Á 16 mín náðu Magnamenn að jafna leikinn en Ágúst Þór Brynjarsson komst inní sendinu Þórsara við miðlínu, hann geystist upp kantinn og sendi góða sendingu á Baldvin Ólafsson sem skaut í fyrsta og inn fór boltinn. Þórsarar héldu áfram að sækja meira án þess að eiga hættuleg færi. Þórsarar komust yfir á 31 mín þegar Jakob Snær komst af harðfylgi upp hægri kantinn, þar var brotið á Jakobi en áfram hélt hann inn í teig og átti gott skot í fjærhornið, glæsilega gert.
Staðan í hálfleik var því 2 – 1 fyrir Þórsara.
Seinni hálfleikur einkenndist af baráttu og fáum færum. Áfram héldu Þórsarar yfirhöndinni og voru líklegri til að bæta við en að Magni næði að jafna. Á 80 mín fengu Þórsarar dauðafæri þegar Elvar Baldvinsson átti góða sendingu inná frían Sölva Sverrisson sem skaut yfir.
Maður leiksins Ólafur Aron Pétursson (Þór)
Áhorfendur greiddu inná leikinn og fór allur sá peningur, samtals kr . 340 þúsund í Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar. Í hálfleik leiksins tilkynnti Minningarsjóðurinn um úthlutun úr sjóðnum uppá 2 milljónir.